Hvað geta ráðherrar verið bláeygðir?

...svo framarlega sem sem það samrýmist þarlendum lögum og reglum.

Einmitt, lögin um bankaleynd ekki tvímælalaus. Það fást engar upplýsingar.

Eru ráðherrar á Íslandi bláeygðir eða ófróðir um það hvað bankaleynd þýðir? ...eða kannski bara "amateurar"

Þannig að ef Björgvin vill ekki selja Bankana fyrr en allar upplýsingar hafa borist, þá óska ég Íslensku þjóðinni bara til hamingju með langtíma bankaeign í Lúxemborg.

 


mbl.is Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg vill veita upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dream on...

Íslensku bankarnir í Lúxemborg eru með Lúxemborgist bankaleyfi og standa þar að leiðandi undir þarlendum lögum. Bankaleynd þýðir eftirfarandi:
1. Gögn eru afhent erlendum aðilum þá og BARA  þegar saksóknari á Íslandi biður um hjálp í nafngreindu máli og getur sýnt fram á að um meint lögbrot sé að ræða í viðkomandi máli. (Eða rökstuddan grun)
2. Jafnvel þó bankanum sé lokað eða gerður upp, verða gögnin ekki gert opinber og allra síst afhent Íslendingum. 
3. Bankaleyndin gerir mun á að stinga fé undan skatti (Tax evasion) og skatta sviki (Tax fraud)
Beiðni um að afhenda gögn eru aðeins samþykkt í síðara tilfellinu.  
4. Ef starfsmenn bankana opinbera gögn sem snúa að viðskiptavinum er það lögbrot sem varðar fangelsi.  

Semsagt, það er ENGIN séns að Björgvin fái nein gögn í hendur nema um einstaka mál. Öll bankastarfsemi í Lúxemborg og í Sviss hvílir á því að yfirvöld viðkomandi landa fái engar upplýsingar um viðskipti þeirra skjólstæðinga. (Hvort sem það er siðferðislega rétt eða ekki er önnur saga). Þjóðverjar hafa lengi beitt miklum þrýstingi án árangurs. Það væri fyrra að halda að þessir svokölluðu fjárhagslegu hagsmunir fái Jean-Claude Junker, forsætisráðherra Lúxemborgar til að breyta um stefnu.  

 


mbl.is Kaupþing í Lúx ekki selt nema gögnin fáist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ólafur Jóhann Sigurðsson
Ólafur Jóhann Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband